We now accept used packaging

Tökum nú á móti notuðum umbúðum

Posted by Feel Iceland on

Með umhverfisvitund að leiðarljósi þá eru umbúðir okkar úr áli. Orkusparnaðurinn sem næst við endurvinnslu áls er gríðarlegur, en það sparast 95% þeirrar orku sem að annars færi í að vinna ál úr hefðbundnu hráefni (báxíti) með endvinnslunni og álið má endurvinna óendanlega oft.

Fólk á oft erfitt með að henda umbúðunum okkar, en það er alveg óhætt, því það má setja málmhluti beint í tunnuna. Móttöku-og flokkunarmiðstöðvar Sorpu flokka svo með sjálfvirkum hætti málma frá almennu heimilisrusli. Best er að setja dósirnar samt ekki í sjálfan ruslapokann, heldur beint í tunnuna.

Nú bjóðum við uppá þá þjónustu að þeir sem að kaupa vörurnar okkar á vefsíðu okkar eða eru í áskrift, geta skilað notuðum áldósum tilbaka með Dropp-sendlinum (þegar ný sending kemur í hús), sem sér svo um að farga dósunum hjá Málmaendurvinnslunni, kjósi þeir það frekar en að henda dósunum í tunnuna.

← Eldri færsla Nýrri færsla →

Fréttir

RSS
Health chef Kristjana Steingríms

Heilsukokkurinn Kristjana Steingríms

By Feel Iceland

  Hver er Jana? ” Ég heiti Kristjana Steingrímsdóttir en alltaf kölluð Jana, ég hef brennandi áhuga á öllu sem tengist heilsu og heilsusamlegu líferni....

Read more
Private: Women's Day celebration

Einkamál: Konudagsglaðningur

By Feel Iceland

Næstkomandi sunnudag, fögnum við konudeginum, sem er aldalöng hefð á Íslandi. Í gamla norræna dagatalinu markar konudagurinn fyrsta dag mánaðarins í Góu, sem færir með...

Read more