Ragnheiður Vernharðsdóttir
Posted by Feel Iceland on
„Móðurhlutverkið snýst um jafnvægi – þetta er ferðalag stútfullt af ást og kærleika, sem byrjar hjá sjálfri þér“
Ragnheiður Vernharðsdóttir er 4 barna móðir, líkamsræktarþjálfari, læknir og stofnandi Baby Let´s Move sem er vefsíða og app sem að hjálpar verðandi og nýbökuðum mæðrum að koma sér í form.
Hvernig nærðu að sameina það að vera í krefjandi starfi sem læknir, þjálfari og móðir fjögurra barna? Hefur þú einhver ráð til að deila með okkur?
“Já, þetta hljómar allt svo mikið þegar þetta er listað svona upp, en ég byrjaði með þjálfunina þegar ég var í fæðingarorlofi með næstyngstu börnin mín og var það komið ágætlega á laggirnar þegar ég fór aftur til vinnu. Svo er ég aftur í orlofi núna með þá yngstu og hef ég notað tímann í þessu orlofi vel til þess að byggja upp fyrirtækið mitt. Mitt helsta ráð er í rauninni að taka frá tíma í það sem að þú ert að fást við hverju sinni, t.d. þegar ég er í vinnunni þá er ég 100% í vinnunni og reyni að hafa fókusinn þar og reyni að láta ekki aðrar “áhyggjur” hafa áhrif á starf mitt þá stundina. Ég tek síðan vinnuna ekki með mér heim. Svo þegar ég er heima og að hugsa um börnin þá reyni ég að vera 100% til staðar í foreldrahlutverkinu. Það sama á við þegar ég er að þjálfa, en þetta krefst auðvitað skipulags og sjálfsaga.
Hvernig nærðu að taka tíma fyrir sjálfa þig?
“Ég reyni alltaf að skipuleggja “me-time” fyrir hverja viku fyrir sig, allt eftir því hvernig vinnuplan okkar hjóna er þá vikuna og plana þá æfingarnar mínar fyrirfram. Þar sem ég er í fæðingarorlofi núna þá æfi ég yfirleitt þegar dóttir mín sefur eða þegar maðurinn minn er heima og sér um heimilið og rútínuna á meðan. En ég æfi alls ekki á hverjum degi, kannski 2-3x í viku núna, en ég byrja hins vegar flesta daga á 1-2 klst göngutúr með litlu í vagninum á morgnana og elska ég þann tíma. Þetta er líka minn tími – ég hlusta á podcast og læri heilmikið á meðan ég fæ þessa góðu hreyfingu. Svo tek ég flesta daga vikunnar 5-10 mínútna “Deep Core” æfingu – þ.e.a.s. stutta rútínu með 2-3 djúp-kjarnavöðvaæfingum – tekur enga stund, eyði bara nokkrum mínútum á æfingadýnunni minni á stofugólfinu á meðan krakkarnir leika sér.”
Er Feel Iceland kollagen partur af þinni rútínu?
“Feel Iceland kollagenið er partur af minni daglegu rútínu. Ég fæ mér smoothie annað hvort í hádeginu eða seinni partinn og kollagenið er alltaf í honum. Ef ég fæ mér ekki smoothie einn daginn þá hef ég verið að bæta kollageninu út í gríska jógúrt sem ég fæ mér oft í “desert” eftir kvöldmat. Það samanstendur af grískri jógúrt (eða hreint Skyr virkar alveg jafnvel) og ég hræri kollageninu vel saman við, toppa svo með ferskum bláberjum og hunangi , þetta er algjört uppáhald núna! Svo hef ég líka verið að prófa mig áfram í að baka súrdeigsbrauð og hef verið að bæta kollageninu út í deigið til að búa til próteinríkari brauð. Finnst það alger snilld!