Þessi holli og góði appelsínudrykkur frá Kristjönu Steingríms er stútfullur af C-vítamíni sem hjálpar til við inntöku kollagens. Goji ber innihalda síðan mikið magn af C-vítamíni, járni og andoxunarefnum.
Hráefni:
2 flysjaðar appelsínur
1 msk Feel Iceland kollagen duft
2 msk goji ber (má slepppa)
1 bolli klakar
Aðferð:
Blandið öllu saman í kraftmiklum blandara og njótið