Collagen can improve digestion

Kollagen getur bætt meltinguna

Posted by Feel Iceland on

Kollagen hefur góð áhrif á líkamann á fleiri en einn hátt. Við vitum að húðin, hárið, neglur, vöðvar og liðir geta orðið heilbrigðari með kollagen inntöku.

Það er vegna þess að kollagen er eitt aðaluppbyggingarprótein líkamanns sem finnst í öllum bandvefjum og styður endurbætingu líkamans. Líkaminn framleiðir sjálfur kollagen, en með hækkandi aldri minnkar framleiðslan hægt og rólega. Til þess að hægja á þessari framleiðslu minnkun, er tilvalið að bæta kollagen dufti eða hylkjum inn í daglegu rútínuna. Einnig getur kollagen stuðlað að heilbrigðri þarmaflóru meltingarkerfisins, en þarma himnan er að mestu leyti byggð upp af kollagen amínósýrum. Kollagen styrkir þess vegna þarmahimnuna sem eykur heilbrigða magaflóru og alhliða heilsu líka.

En hvað er þarmaheilsa? Umræða um þarmaheilsu og áhrif hennar á alhliða heilsu er töluvert nýlega sprottin upp og hef hlotið aukinna vinsælda síðustu ár. Ýmsa sjúkdóma má reka til slæmrar heilsu þarmanna, en þarmahimnan er þar sem vítamín og steinefni frásogast inn í líkamann. Þarma heilsa hefur áhrif á ónæmiskerfið og jafnvel andlega heilsu líka. Stress og slæmur lífsstíll auka líkur á veikri og viðkvæmri himnu þarmanna. Betri frásogun í þörmum þýðir að líkaminn tekur inn öll næringarefni sem hann þarf og kollagen styrkir þarma himnuna og eykur þannig frásog næringarefna inn í líkamann. 

Aðrir þættir sem hafa áhrif á meltingu og þarma heilsu.

Svefn: Þegar við sofum er líkaminn upptekinn við það að endurnýja huga, heila, og líkama. Þegar kemur að heilsu er alltaf mælt með nægum svefni því svefnleysi gerir líkamanum ekki gott.

Mataræði: Það er mikilvægt að næra líkamann með fjölbreyttri fæðu, og meltingarkerfið þarf sérstaklega á trefjum að halda. Flest fólk áttar sig ekki á því að það fær ekki næga trefja í gegnum fæðu daglega. Sumar tegundir trefja stuðla líka að góðgerlum í maga- og þarmaflórunni. Til þess að auka trefjamagn í mataræði er góð hugmynd að velja sér heilkorn, heilhveiti, og heila ávexti og grænmeti þar sem trefjarnir eru helst í hýðinu.  Einnig er gott fyrir þarma heilsu að borða súran mat eins og súrkál, súrmjólk, og kimchi.

Hreyfing: Regluleg hreyfing bætir og kætir, en bætir einnig meltinguna. Hreyfing minnkar bólgur í líkamanum og styður framleiðslu góðgerla í maga og þörmum.

Stress: Það er hægara sagt en gert að draga úr daglegu stressi, en stress getur valdið ýmsum kvillum, þar á meðal magavandamálum. Að huga að heilsunni þýðir líka að huga að andlegri heilsu þar sem andleg og líkamleg heilsa eru óneitanlega tengdar.

Afhverju Feel Iceland kollagen?

Kollagenið frá Feel Iceland er hreint hágæða kollagen sem er framleitt úr íslenskum fiski. Til að flýta fyrir upptöku líkamans er Feel Iceland kollagenið vatnsrofið og þannig brotið niður í smá mólikúl sem gerir líkamanum kleift að nýta það betur til þess að bæta meltingu. Við mælum með reglulegri kollagen fæðubót eins og til dæmis Feel Iceland Amino Marine Collagen duftið sem hægt er að bæta út í bæði mat og drykk. 

← Eldri færsla Nýrri færsla →

FRÆÐSLA

RSS
Frequently asked questions (FAQ)

Algengar spurningar (FAQ)

By Feel Iceland

Hvað er kollagen? Kollagen eru sameindir sem halda vefjum líkamans saman og þess vegna oft kallað “límið” sem heldur líkamanum saman. Kollagen gegnir stóru hlutverki...

Read more
Collagen amino acids

Kollagen amínósýrur

By Feel Iceland

PROTEIOS EÐA FYRSTA SÆTI   Hvað er Prótein? Prótein er dregið af gríska orðinu proteios sem þýðir “aðal” eða “fyrsta sæti” sem segir kannski nóg...

Read more