Collagen amino acids

Kollagen amínósýrur

Posted by Feel Iceland on

PROTEIOS EÐA FYRSTA SÆTI

 

Hvað er Prótein?

Prótein er dregið af gríska orðinu proteios sem þýðir “aðal” eða “fyrsta sæti” sem segir kannski nóg um það hversu mikilvægt prótein eru sem orkugjafi og byggingareiningar líkamans. Við þurfum prótein ásamt, fitu og kolvetnum, til að fá fullnægjandi orku umfram grunnorkuþörf. Erfðaefnið (DNA -RNA) stjórnar því hvernig við notum síðan þessar amínósýrur með því að raða þeim saman til að smíða prótein þar sem þeirra er þörf t.a.m. við efnahvörf, vegna hormóna, sem viðhalds- og byggingarefni fyrir bein, vefi, húð, hár og neglur. 

Nýting próteina

Meltingarkerfið notar ensím til að brjóta niður prótein úr fæðunni og býr þar með til amínósýrur sem eru oftast kallaðar byggingareiningar fyrir svo ótal marga þætti í starfsemi líkamans. 

Í genamenginu okkar eru 20 tegundir af amínósýrum og að auki eru 2 tegundir þar fyrir utan og samanlagt eru því 22 tegundir sem við notum til að viðhalda heilbrigði okkar. Næring skiptir gríðarlega miklu máli því að líkaminn þarf 9 tegundir af þessum 22 úr fæðunni til að smíða öll prótein. Ef skortur er á þessum tegundum getur það leitt til alvarlegra sjúkdóma. 

Lífsnauðsynlegu aminósýrurnar eru forverar taugaboðefna í heila og mikilvægar fyrir meltinguna og þar með efnaskiptin. Sumar tegundir af hormónum í líkamanum samanstanda af amínósýrum, það á einnig við um mótefni, sem hafa síðan áhrif á ónæmiskerfið. Það er því mikilvægt í veikindum eða á álagstímum að fá prótein eða amínósýrur. 

Af hverju ættum við að þurfa fæðuviðbót?

Samkvæmt rannsóknum á mataræði íslendinga erum við vel sett hér á Íslandi hvað inntöku próteina varðar. Það er samt sem áður annar þáttur sem er ekki síður mikilvægur sem þarf að skoða og sá þáttur snýr að meltingunni og mismunandi þörf einstaklinga. 

Próteinþörf fólks er breytileg og líkamsástand skiptir máli. Þörfin fer eftir aldri, heilbrigðisástandi og líkamsstærð. Meltingarkerfið þarf að vera í góðu ástandi s.s. meltingarensím sem brjóta niður prótein í amínósýrur og gæði próteinanna í fæðunni þurfa að vera góð. Sumir heilsufræðingar hafa orðað það þannig að heilsufarsvandamál næstu árin munu vera vegna þess að við höfum of lágar magasýrur og þar með verður meltingin ekki eins góð. Til að við brjótum fæðuna niður og nýtum hana, þurfa meltingarensímin og þarmaflóran að vera í jafnvægi þ.e. meltingarensímin þurfa að vera nægjanleg mikil til að t.d. brjóta niður prótein í fæðunni svo úr verði amínósýrur. Þarmaflóran þarf að vera góð eða í réttu hlutfalli við þá þarmaflóru sem talin er hafa slæm áhrif á heilsuna. Ójafnvægi á þarmaflórunni getur haft áhrif á góða meltingu og þar með upptöku næringarefna. Allir þessir þættir geta síðan haft áhrif á heilsu okkar. Þegar við veikjumst eða erum undir líkam- og/eða tilfinningalegu álagi og streitu, eða jafnvel ekki að borða nógu holla fæðu, þrátt fyrir að við teljum að við séum að borða nægjanlegt magn próteina, þá er mismunandi hæfni eða geta líkamans að taka upp amínósýrur frá slímhúð meltingarfæra og yfir í blóðið, sem síðan sér svo um að dreifa þeim, á á staði sem þeirra er þörf. 

Hvað gerir kollagen annað en prótein í fæðunni?

Það sem gerir kollagenið að frábærri fæðuviðbót, er að upptaka amínósýranna er talin vera betri þar sem kollagenið er vatnsrofið “hydrolysed” og þar með fer hver og ein amínósýra í gegnum meltingarkefið og tilbúin í frásog. Þar með erum við búin að tryggja það að við fáum góð byggingarefni til að hjálpa okkur gegn þeim kvillum sem við teljum að séu að hafa áhrif á heilsu okkar og líðan. 

Hver og ein aminósýra er með hlutverk sem getur skipt sköpum í heilbrigði mannslíkamans. Fullkomin blanda af amínósýrum eru í dýraríkinu. Þeir sem eru vegan þurfa því að vera vel á verði með samsetningu fæðunnar og passa upp á að hafa fjölbreytta fæðutegundir til að uppfylla að fá allar amínósýrur. 

Það er ástæða til þess að ráðleggingar eins og t.a.m frá Embætti Landlæknis séu gefnar út með fjölbreyttri fæðu í öllum fæðuflokkum. Ekki of mikið eða of lítið að orkuefnum. Við erum samt sem áður að fást við mismikinn heilsufarsvandamál eða kvilla eins og hárlos og bólgur í liðum þrátt fyrir að vera að borða holla og næringarríka fæðu. Þarna gæti inntaka kollagens hjálpað þar sem það er eins og áður sagði formelt og því auðmeltanlegra. 

Hver og einn ber ábyrgð á sinni heilsu og því er það mikilvægt að gefast ekki upp á að finna út hvað það er sem getur hjálpað til að ná betri heilsu og bæta þar með lífsgæðin. Það sem skiptir þó mestu máli er að við þekkjum okkar líkama og vitum hvað er honum fyrir bestu og veljum það sem við teljum að geri gott fyrir heilsu okkar. 

Af hverju kollagen? 

Amínósýrur eins og argínín, glútamín, glýsín og prólín eru taldar vera besta samsetning amínósýra í myndun kollagenþráðanna. Í aðalhlutverki eru þó prólín og glýsín. Þær sjá til þess að líkaminn smíði sínar amínósýrur og viðhaldi þannig góðri heilsu. 

Gæða kollagen, sem unnið er úr fiski, er talið geta hjálpað til við svo ótal marga þætti með því að vera hágæða amínósýrur sem geta minnkað eða dregið úr liðverkjum, viðhaldið vöðvaþéttni, minnkað hárlos, bætt og aukið raka húðar, styrkt neglur og síðast en ekki síst  mikilvægt fyrir beinin, en 30% beinanna er kollagen. Það er líka talið auka svefngæði og bæta meltingu og ónæmiskerfið. 

Að velja hollan og góðan lífsstíl er mikilvægt og sérstaklega nú á tímum. Ef veikindi eða streita herja að, þá eru amínósýrur úr sjávarfangi góð leið til að byggja sig upp og viðhalda almennu heilbrigði og frísklegu útliti.

← Eldri færsla Nýrri færsla →

FRÆÐSLA

RSS
Frequently asked questions (FAQ)

Algengar spurningar (FAQ)

By Feel Iceland

Hvað er kollagen? Kollagen eru sameindir sem halda vefjum líkamans saman og þess vegna oft kallað “límið” sem heldur líkamanum saman. Kollagen gegnir stóru hlutverki...

Read more
Collagen can improve digestion

Kollagen getur bætt meltinguna

By Feel Iceland

Kollagen hefur góð áhrif á líkamann á fleiri en einn hátt. Við vitum að húðin, hárið, neglur, vöðvar og liðir geta orðið heilbrigðari með kollagen...

Read more