Frequently asked questions (FAQ)

Algengar spurningar (FAQ)

Posted by Feel Iceland on

Hvað er kollagen?

Kollagen eru sameindir sem halda vefjum líkamans saman og þess vegna oft kallað “límið” sem heldur líkamanum saman. Kollagen gegnir stóru hlutverki í uppbyggingu húðar, sina, æða, brjósks, beina og bandvefs.

Hvaða ávinning hefur kollagen fyrir heilsuna? 

Húðin okkar samanstendur af kollageni sem byrjar að hrörna um miðjan tvítugsaldurinn og er hraðað af öðrum lífsstíls- og umhverfisþáttum. Kollagen fæðubót getur aukið raka í húð, bætt rakastig, stuðlað að lækningu húðar og styður við hár og neglur.

Virkar kollagenduft? 

Rannsóknir sýna fram á ávinning þess að taka kollagen, en það þarf að taka kollagen reglulega

Mun kollagen hjálpa liðverkjum? 

Liðverkir geta stafað af mörgum mismunandi hlutum, ein algengasta orsök liðverkja eru skemmdir á sinum, liðböndum eða brjóski. Sinar, liðbönd og brjósk innihalda öll kollagen

Er kollagen prótein? 

Já! Kollagen er algengasta próteinið sem finnst í líkamanum.

Hvað er vatnsrofið kollagenpeptíð? 

Kollagenpeptíð eru einangraðar amínósýrur sem líkaminn á auðvelt með að vinna úr og nota. “Vatnsrofið” þýðir einfaldlega að það sé búið að fjarlægja vetnistengi á milli sameinda þannig að kollagenpeptíðin verða aðgengilegri.

Er kollagen inntaka örugg? 

Kollagen fæðubótarefni eru almennt örugg. Óléttar konur ættu ekki að taka kollagenviðbót nema í samráði við lækni einungis vegna þess að það vantar rannsóknir sem sanna öryggi þess. Það er mikilvægt að kaupa aðeins kollagen-fæðubótarefni frá vörumerkjum sem geta tryggt að fæðubótarefnið sé ekki mengað eða útsett fyrir þungmálmum. Þeir sem eru með fæðuofnæmi ættu líka að vera á varðbergi hvaðan kollagenuppsprettan kemur.

Hversu langan tíma tekur fyrir kollagen að virka? 

Það fer eftir því í hvaða tilgangi þú ert að taka kollagenið. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem taka kollagen vegna liðverkja og mýkt húðar sáu ávinning eftir að hafa tekið kollagenfæðubót daglega í 4-8 vikur. Eins og öll fæðubótarefni er kollagen þó ekki kraftaverkarlækning en að halda sig við daglega fæðubót mun skila bestum árangri.

Hvað er sjávar kollagen? 

Sjávarkollagen (i.e., marine collagen) inniheldur kollagen af tegund 1 og er venjulega einangrað úr fisk. Þessi tegund af kollageni er frábær til að nýta allt sem fellur til við vinnslu á fisk vegna þess að venjulega er kollagenið einangrað úr fiskhlutum sem oft er fargað. Kollagen hentar ekki þeim sem eru vegan eða strangar grænmetisætur vegna þess að það er alltaf einangrað úr dýraafurðum. Sjávarkollagen er þó ekki unnið úr eða íblandað með kollageni sem unnið er úr svínakjöti og því hentar sjávarkollagenið öllum þeim sem borða ekki svínakjöt.

Hversu mikið kollagen á að taka daglega? 

Rannsóknir hafa sýnt að 5-10 g/dag af kollageni í 6-8 vikur geti skilað góðum árangri

Hvað er Joint Rewind, Joint therapy

Joint Rewind er sérstök blanda fyrir liðina. Joint rewind inniheldur Chondroitin Sulfat og kollagen. Kondritín súlfat er að finna í brjóski, inntaka á kondritín súlfati hefur sýnt klínískan ávinning í einkennabundinni slitgigt í fingrum, hnjám, mjöðmum og mjóbaki.

Hvað er Age Rewind, Skin Therapy

Age Rewind, Skin Therapy  hylkin innihalda blöndu sérhannaða fyrir húðina, meðal annars hyaluronic sýru sem gegnir lykilhlurverki í líkamanum hvað varar raka húðarinnar auk þess að innihalda kollagen og c-vítamín sem stuður við kollagenframleiðslu líkamans.

Hvað er Amino Marine kollagen

Amino Marine Collagen er hreint kollagenduft sem framleitt er út íslensku fiskroði, aðallega úr þorski sem er veiddur villtur í Atlantshafinu.

Hvað er Feel Iceland?

Feel Iceland er stærsta kollagen vörumerkið á Íslandi, þekkt fyrir sín vönduðu kollagen fæðubótarefni. Fyrirtækið leggur mikið upp úr sjálfbærni og að búa til hreinar og áhrifaríkar vörur. Kollagenduftið er aðallega unnið úr þorskroði af þorski sem veiddur er villtur úr Atlantshafinu. Þorskroðið sem annars er aukaafurð við vinnslu á fiski er þar með nýtt til þess að búa til fæðubótarefni sem hefur góð áhrif á heilsu fólks.

Úr hverju er Feel Iceland kollagenið?

Kollagenið okkar er vatnsrofið sjávarkollagen af tegund 1 sem er unnið úr villtum Atlantshafsþorski sem veiddur er á sjálfbæran hátt í ísköldum sjónum undan Íslands ströndum. Fiskroðið er vatnsrofið sem þýðir að það er brotið niður í smærri sameindir til að auðvelda líkamanum að taka það upp. Kollagenið okkar inniheldur 18 lífsnauðsynlegar amínósýrur til að viðhalda mýkt húðarinnar, liðböndum og beinþéttni.

Afhverju ætti ég að taka kollagen?

Líkaminn okkar framleiðir kollagen í miklu magni fram að 25 ára aldri, eftir þann aldur fer framleiðslan minnkandi auk þess inniheldur nútímafæði Íslendinga ekki mikið magn kollagens og því fáum við lítið úr fæðinu sjálfu og því mikilvægt að taka inn kollagen fæðubót. Þessi minnkandi framleiðsla á kollageni getur leitt til tveggja þátta í líkamanum okkar:

1.     Öldrun ytra útlits líkamans á formi fínna lína og hrukka

2.     Vandamál eins og verkir og stirðleiki í liðum

Hversu mikið þarf ég að taka inn til að finna mun?

Við ráðleggjum 1-2 skeiðar (5-10 g/dag) af duftinu í 6-8 vikur og þá ættir þú að vera farin að finna mun.

Ég nota kollagen andlistkrem. Þarf ég líka að taka kollagen sem fæðubót í gegn um meltingarveginn?

Þegar vatnsrofið kollagen er tekið til inntöku frásogast það beint inn í blóðrásina í gegn um smágirnið sem er mun áhrifaríkara en að setja eitthvað á yfirborð húðarinnar.

Er kollagen ætlað til inntöku fyrir bæði konur og karla? Og á hvaða aldri?

Já, vörurnar okkar geta verið notaðar af öllum. Við mælum með því að fólk yfir 25 ára aldri noti vörurnar okkar. Við 25 ára aldruinn fer líkaminn að framleiða minna kollagen og því sérstaklega á þeim aldri sem er þörf á kollagen viðbót. Yngri viðskiptavinir eins og íþróttamenn og fólk sem æfir oft notar vörurnar okkar daglega.

Hvað segja sérfræðingarnir?

Klínískar rannsóknir hafa einnig sýnt að inntökuviðbót á vatnsrofnu kollageni geti hjálpað til við að draga úr liðverkjum og heildarheilbrigði húðar (Feel Iceland Website 2021).

Hver er munurinn á nautgripa og sjávarkollageni?

Við notum eingöngu sjávarkollagen sem unnið er úr fiskroði sem veiddur er á sjálfbæran hátt við Íslands strendur. Í bandaríkjunum er algengasta tegund kollagens landdýrakollagen gert ur húðum, vöðvum úr nautum, kjúklingi og svínakjöti. Sjávardýr geta ekki borið með sér smitsjúkdóma eins og landdýt geta oft gert sem getur smitast út í afurðir slíkra dýra.


← Eldri færsla

FRÆÐSLA

RSS
Collagen can improve digestion

Kollagen getur bætt meltinguna

By Feel Iceland

Kollagen hefur góð áhrif á líkamann á fleiri en einn hátt. Við vitum að húðin, hárið, neglur, vöðvar og liðir geta orðið heilbrigðari með kollagen...

Read more
Collagen amino acids

Kollagen amínósýrur

By Feel Iceland

PROTEIOS EÐA FYRSTA SÆTI   Hvað er Prótein? Prótein er dregið af gríska orðinu proteios sem þýðir “aðal” eða “fyrsta sæti” sem segir kannski nóg...

Read more