Do you drink enough water?

Drekkur þú nóg vatn?

Posted by Feel Iceland on

Vatn er lífsnauðsynlegur drykkur sem við ættum að tileinka okkur að drekka vel af.

Hvað gerir vatn fyrir líkamann?

Vatn stjórnar hitastigi og viðheldur líkamlegri virkni og er mikilvægt fyrir allar frumur, líffæri og vefi líkamans. Hlutverk vatns er að flytja úrgangsefni sem verða til í efnaskiptum og losa það út með þvagi, svita, andadrætti og í gegnum meltinguna. 

Hvað eigum við að drekka mikið vatn?

Best væri að drekka vatn alltaf þegar við erum þyrst. Sumir hafa ekki þorstatilfinningu og misskilja þorsta sem hungur og fá sér því að snæða í staðinn fyrir að eitt vatnsglas, sem að mundi slá á þessa hungurtilfinningu. Góð regla er að drekka að minnsta kosti um 8 glös af vatni (2 lítrar) á dag. Safar og aðrir drykkir innihalda vatn en einnig önnur efni s.s. sykur, gerivisykur og koffín. Kaffidrykkir hafa áhrif á líkamlegar vatnsbirgðir því þeir eru þvagdrífandi, þ.e. við losum meira vatn úr líkamanum. Það er því gott ráð að drekka eitt vatnsglas eftir hvern kaffibolla eða drykk sem inniheldur koffín. 

Við þurfum vatn á hverjum degi 

Daglegt heildarvatnstap líkamans er um 2 til 2 1/2 líter. Það þarf því að bæta upp þetta tap til að viðhalda starfsemi líkamans og svo hann sé í jafnvægi. 

Matur og vatn

Besti kosturinn til að uppfylla vatnsþörfina er hreint vatn. Matur inniheldur vatn þótt það sé mismikið en sérstaklega ávextir og grænmeti innihalda mikið vatn sbr. gúrkur og vatnsmelónur sem eru um 90% vatn . Fyrir utan góð vítamín og steinefni sem við fáum með neyslu þess, þá er góð viðbót að borða nóg af grænmeti og ávöxtum og drekka síðan hreint og gott vatn.

Vatnsþörf einstaklinga getur verið mismunandi  sem og umhverfisaðstæður til að mynd líkamlegt erfiði, æfingar og loftslag, þ.e. ef við erum í of heitu loftslagi og svitnum mikið þá er mikilvægt að bæta upp vatnstapið. 

Of mikil vatnsdrykkja getur líka verið óæskileg þar sem góðum efnum er skolað út úr líkamanum. Þegar talað er um of mikla vatnsdrykkju er átt við umfram dagsþörfina (2 lítra) og aðstæður krefjast ekki aukinnar vatnsdrykkju, eins og talið var upp hér að ofan. 

Vatn hefur hlutverk í líkamanum eins og koma reglu á líkamshitann og til að senda heilaskilaboð. Ef vökvamagn líkamans tapast um 2% þá hefur það áhrif á skammtímaminnið. Þá er gott ráð að standa upp frá vinnunni, ef við finnum fyrir þreytu og  fá sér vatn að drekka. 

Að drekka minnst 5 glös af vatni á dag, getur dregið úr líkum á sjúkdómum og öðrum líkamlegum kvillum.  

Byrjum á vatnsglasi 

Ef við finnum fyrir einkennum þreytu og orkuleysi, gæti skýringin verið verið vegna ofþornunar í vefjum líkamans sem oft er kallað vessaþurrð og það hefur síðan áhrif á virkni ensíma og afleiðingin er sú að líkaminn missir orku. 

Nokkrar vísbendingar um vökvaskort í líkamanum:

  • Þurrkur: Þurrar varir, þurr húð, þurrkur í kringum augu og þurrt hár
  • Bólgur: Útbrot, stíflaðar svitaholur sem mynda bólur, rauð augu
  • Litur á pissi: Fyrsta piss morgunsins er dökkgult að lit í staðinn fyrir ljósgult (ekki glært)
  • Hægðatregða: ef þú hefur ekki hægðir í einn dag eða lengur
  • Sviti: lítill eða enginn sviti við áreynslu

Við hjá Feel Iceland hvetjum alla til að drekka vatn og við höfum sett saman góðan morgundrykk til að byrja daginn.  Morgundrykk sem að vekur allar frumur í líkamans, losar okkur við úrgangsefni og keyrir upp orkuna. 

Byrjum á einu vatnsglasi á fastandi maga. 

Síðan blöndum við saman: 

  • 1 stórt volgt vatnsglas
  • 1 skeið hreint kollagen
  • 2 tsk chia fræ 
  • ½ sítróna (safinn) og sneið í glasið 
  • ½-1 tsk raspaður engifer
  • 1/4 -1/2 tsk cayennpipar 
  • Minta (má sleppa)

Hitið vatnið og hellið í glas, bætið kollageni og chiafræjum saman við og látið kólna örlítið. Síðan er öllu blandað saman. Gott er að setja allt í blandara, en alls ekki nauðsynlegt.

Berið fram í fallegu glasi, með sítrónusneið og mintu.

Íslenskt vatn er auðlind sem eykur hreysti okkar og þrótt. 

Veljum aðeins það besta!

 

Kær kveðja,

Feel Iceland

← Eldri færsla Nýrri færsla →

FRÆÐSLA

RSS
Frequently asked questions (FAQ)

Algengar spurningar (FAQ)

By Feel Iceland

Hvað er kollagen? Kollagen eru sameindir sem halda vefjum líkamans saman og þess vegna oft kallað “límið” sem heldur líkamanum saman. Kollagen gegnir stóru hlutverki...

Read more
Collagen can improve digestion

Kollagen getur bætt meltinguna

By Feel Iceland

Kollagen hefur góð áhrif á líkamann á fleiri en einn hátt. Við vitum að húðin, hárið, neglur, vöðvar og liðir geta orðið heilbrigðari með kollagen...

Read more