Það er enginn vafi á að kollagen er vinsælasta fæðubótin í dag og einnig mjög umtöluð. Kannski ekki að ástæðulausu, því að kollagen er eitt mikilvægasta uppbyggingarprótein líkamans. Líkaminn framleiðir kollagen og einnig er kollagen í dýraafurðum eins og kjöt- og fiskafurðum. Með aldrinum hægist á framleiðslu kollagens og mismunandi eftir einstaklingum hvernig við brjótum það niður og nýtum úr fæðunni.
Til þess að átta sig á hvað fæðubót eins og kollagen gerir til viðbótar við holla fæðu, þarf að skoða eiginleika þess.
Kollagen er prótein sem samanstendur af fjölda aminósýra og er nauðsynlegt fyrir vöxt og viðhald allra lifandi frumna og mikilvægar fyrir góð efnaskipti.
Hvers vegna eru góð efnaskipti mikilvæg?
Góð efnaskipti skipta miklu máli fyrir brennslu líkamans. Við umbreytum fæðunni sem við neytum í orku. Sumir hafa hæga brennslu en aðrir hraða, þar með viðhalda aðrir kjörþyngd meðan sumir þyngjast og ná litlum árangri með þyngdarstjórnun. Fyrir þá sem hafa hæg efnaskipti getur kollagen hjálpað.
Hvernig getur kollagen hjálpað til við efnaskiptin ?
Kollagen inniheldur glýsín sem er mikilvæg aminósýra til uppbyggingar á vöðvum líkamans. Aðrar amínósýrur sem kollagenið inniheldur eru arginín og glútamínsýra sem aðstoða einnig við uppbyggingu vöðvanna. Þar með hjálpar kollagenið að viðhalda vöðvamassanum, sem síðan hefur áhrif á efnaskiptin.
Kollagenið frá Feel Iceland sem er ríkt af ofangreindum aminósýrum og er talið hjálpa til við efnaskiptin ásamt öðrum þáttum s.s. hægja á öldrun líkamans.
Við mælum með að taka 5-10 g af hreinu Feel Iceland Amino Marine Collagen daglega. Hægt er að blanda það út í heita og kalda drykki, svo sem te og kaffi. Einnig er vinsælt að blanda það út í smoothie, chiafrægraut/hafragraut. Einnig má blanda það með vatni eða góðum safa, þar sem að Feel Iceland kollagenið er án allra aukabragð- og fylliefna.