Flestir ættu að reyna að tileinka sér að drekka vel af vatni alla daga til viðhalda góðu vökvajafnvægi í líkamanum. Hér höfum við sett saman góðan morgundrykk til að byrja daginn:
· 1 stórt volgt vatnsglas
· 1 skeið af Feel Iceland kollagendufti
· 2 tsk chia fræ
· ½ sítróna (safinn) og sneið í glasið
· ½-1 tsk raspaður engifer
· 1/4 -1/2 tsk cayennpipar
· Minta (má sleppa)
Hitið vatnið og hellið í glas, bætið kollageni og chiafræjum saman við og látið kólna örlítið. Síðan er öllu blandað saman. Gott er að setja allt í blandara, en alls ekki nauðsynlegt.
Berið fram í fallegu glasi, með sítrónusneið og mintu.